Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 3. 2018 | 19:00

Evróputúrinn: Olesen sigraði á Ítalíu

Það var danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem bar sigur úr býtum á Opna ítalska.

Olesen spilaði á samtals 22 undir pari, 262 höggum (65 68 65 64).

Í 2. sæti varð heimamaðurinn Francesco Molinari á 21 undir pari, en Francesco er í dúndurstuði þessa dagana og vermir efstu sæti hvers mótsins á fætur öðru.

Einn í 3. sæti varð síðan enski kylfingurinn Lee Slattery, á samtals 20 undir pari.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna ítalska að öðru leyti SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta á lokahring Opna ítalska SMELLIÐ HÉR: