Ragnheiður Jónsdóttir | október. 23. 2014 | 07:32

Evróputúrinn: Olesen og Wade efstir í Ástralíu e. 1. dag

Fyrr í morgun hófst ISPS Handa Perth International, í Lake Karrinyup golfvellinum í Perth, Ástralíu, en mótið er mót vikunnar á Evrópumótaröðinni.

Það er heimamaðurinn John Wade, sem er í efsta sæti – á 8 undir pari, 64 höggum.

Jafn Wade í 1. sæti er danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, en hann er einnig á 8 undir pari.

Kannski að samband Olesen við Caroline Wozniacki sé að hafa svona frábær áhrif á leik hans, en fremur langt er síðan að hann hefir sést í einhverju af efstu sætum í móti!

Fylgjast má með stöðunni á ISPS Handa Perth International með því að  SMELLA HÉR: