Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 5. 2016 | 09:00

Evróputúrinn: Olesen efstur – Manassero í 2. sæti í hálfleik TAO

Það er danski kylfingurinn Thorbjörn Olesen, sem tekið hefir afgerandi forystu í Turkish Airlines Open mótinu.

Olesen hefir leikið fyrstu 2 dagana á samtals 17 undir pari og hefir 7 högga forystu á Matteo Manassero frá Ítalíu, sem vermir 2. sætið á samtals 10 undir pari.

Masters sigurvegari ársins 2016 Danny Willett er T-52 í mótinu og hefir ekkert gengið sérlega vel og sama er að segja um fyrrum sigurvegara mótsins, Frakkann Victor Dubuisson sem deilir 52. sætinu með Willett, en báðir hafa þeir ásamt 6 öðrum leikið á samtals 1 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags frá Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: