Ragnheiður Jónsdóttir | september. 5. 2016 | 06:00

Evróputúrinn: Noren sigraði í Crans

Það var Alexander Noren frá Svíþjóð, sem sigraði á Omega European Masters mótinu, sem fram fór í Crans sur Sierre í Crans Montana í Sviss.

Noren var jafn Scott Hend frá Ástralíu eftir hefðbundinn 72 holu leik; báðir voru á 17 undir pari, 263 höggum.

Það varð því að koma til bráðabana milli Noren og Hend og þar hafði Noren betur þegar á 1. holu, en par-4 18. holan var spiluð aftur og fékk Noren fugl meðan Hend tapaði á parinu!

Í 3. sæti varð Andrew „Beef“ Johnston (samtals 14 undir pari) frá Englandi og í 4. sæti Lee Westwood (samtals 12 undir pari) – gaman að sjá kappann aftur ofarlega á skortöflum móta!

Til þess að sjá lokastöðuna á European Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta lokahringsins á Omega European Masters SMELLIÐ HÉR: