Ragnheiður Jónsdóttir | september. 6. 2017 | 17:00

Evróputúrinn: Norén nýtur lífsins f. titilvörn í Sviss

Sænski kylfingurinn Alex Norén er nýkvæntur og hamingjusamur og þakkar breyttri forgangsröð gott gengi sitt á Evróputúrnum, nú þegar hann er að fara verja titil sinn á Omega European Masters, en mótið hefst á morgun.

Kærasta Norén, sem nú er eiginkona hans eignaðist þeirra fyrsta barn smenna árs 2016 og síðan þá hefir Norén unnið 5 titla á Evróputúrnm og er kominn upp í 12. sætið á heimslistanum.

Norén er þekktur á túrnum fyrir vinnusemi sína og æfingagleði og tæknilega nálgun.

Með hring á fingri og barn í eftirdragi segir Norén að forgangsröðun hans hafi breyst og með því að slaka aðeins á hafi hann náð að uppskera árangur erfiðsis síns.

Þetta voru hveitibrauðsdagarnir okkar, og þeir voru gullfallegir (daggarnir sem hann átti með nýbökuðu eiginkonu sinni í Sviss),“ sagði hann. „Kannski eigum við í alvöru hveitibrauðsdaga síðar en þetta er virkilega algjörlega fallegur staður að koma á. Mér hefir alltaf líkað við mig hér og ég held að allir sem hafa spilað hér telji þetta einn af fallegustu völlum sem þeir hafa spilað á í heiminum.“