Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 4. 2016 | 20:45

Evróputúrinn: Noren efstur e. 1. dag Omega Dubai Desert Classic – Hápunktar

Það er sænski kylfingurinn Alexander Noren sem er efstur eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic, sem er mót vikunnar á Evróputúrnum.

Noren lék 1. hring á 66 höggum, fékk 6 fugla og 12 pör.

Aðeins 1 höggi á eftir eru 4 kylfingar: landi Noren Peter Hanson; Rafa Cabrera Bello frá Kanarí;  Trevor Fisher og Brett Rumford.

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 1. dags Omega Dubaí Desert Classic SMELLIÐ HÉR: