Ragnheiður Jónsdóttir | september. 15. 2014 | 13:00

Evróputúrinn: Nokkrar staðreyndir eftir sigur Paul Casey á KLM Open

• Sigurinn á KLM Open  er 13. titill Casey á Evróopumótaröðinni og hann kemur í 258. mótinu á Evrópumótaröðinni, sem hann tekur þátt í.  1

• Casey er kominn í  €517,722 á Race to Dubai, peningalista Evrópumótaraðarinnar.

• Casey fer úr 65. sætinu á heimslistanum við sigurinn 88. sætinu eða upp um 23 sæti.

• Þetta er fyrsti sigur Casey á Evrópumótaröðinni frá árinu 2013, þegar Casey sigraði á Irish Open.

• Sigurinn er besti árangur hans í móti á Evrópumótaröðinni 2014, en fyrrum besti árangur hans í ár er T-9 á  Omega Dubai Desert Classic.

• Þetta er 14. keppnistímabil Casey á Evrópumótaröðinni – með þessum sigri hefir hann sigrað á 9 keppnistímabilum af þessum 14.

• Að meðaltali sigrar Casey því í 20. hverju móti sem hann tekur þátt í á Evrópumótaröðinni.

• Með þessum síðasta sigri Casey  (sem er 13. sigur hans)  er Casey í 4. sæti yfir þá sem sigrað hafa oftast á Evrópumótaröðinni á eftir:  Sir Nick Faldo (30), Lee Westwood (23) og Mark James (18).

• Með þessum sigri á KLM Open hefir Casey sigrað í 8 ólíkum löndum þ.e. Skotlandi, Ástraliu, Englandi, Kína, Abu Dhabi, Bahrain, Írlandi og Hollandi.

• Casey sigraði í 3. skiptið sem hann tekur þátt í  KLM Open. (Hann hefir áður spilað 2012 og 2013).

• Casey bætti fyrrum besta árangur sinn í  KLM Open en það vaar 41. sætið árið 2013.

• Casey er 7. enski sigurvegari KLM mótsins frá árinu 1972 ásamt þeim  Doug McClelland (1973), Paul Way (1982), Lee Westwood (1999), David Lynn (2004), Simon Dyson (2006, 2009, 2011) og Ross Fisher (2007)  og þetta er 9. enski sigurinn.

• Casey hóf lokahringinn 4 höggum á eftir Romain Wattel og er 21. keppandinn þetta keppnistímabil, sem vinnur upp töpuð högg á lokahringnum og sigrar.