Ragnheiður Jónsdóttir | september. 22. 2017 | 18:00

Evróputúrinn: Nino Bertasio leiðir í hálfleik á Portugal Masters – Hápunktar 2. dags

Það er ítalski kylfingurinn Nino Bertasio , sem leiðir í hálfleik á Portugal Masters.

Hann hefir spilað á 12 undir pari, 130 höggum (65 65) – Bertasio skilaði fallegu, skollalausu skorkorti með 7 fuglum og 11 pörum.

Daninn Lucas Bjerregård og Skotinn Marc Warren deila 2. sætinu, báðir á 11 undir pari, 131 höggi: Bjerregård (66 65) og Warren (67 64).

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Portugal Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Portugal Masters eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR: