Guðmundur Ágúst Kristjánsson
Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 11. 2022 | 18:00

Evróputúrinn: Munaði aðeins 1 höggi á Guðmundur Ágúst kæmist g. niðurskurð á Alfred Dunhill mótinu!!!

Guðmundur Ágúst Kristjánsson tók þátt í 3. móti sínu, sem fullgildur meðlimur Evrópumótaraðarinnar, nú í vikunni

Mótið var hvorki fremra né síðra en sjálft Alfred Dunhill Championship; elsta og virtasta mót S-Afríku.

Mótið fór fram dagana 8.-11. desember 2022 í Leopard Creek CC, Malelane, í S-Afríku.

Niðurskurður í mótinu miðaðist við 1 undir pari eða betra.

Guðmundur lék á sléttu pari (73 71) og munaði því einungis 1 sárgrætilegu höggi að hann næði í gegnum niðurskurð.

Sigurvegari í mótinu varð heimamaðurinn Ockie Strydom, en hann lék samtals á 18 undir pari, 270 höggum (68 70 63 69).

Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Championship með því að SMELLA HÉR: