Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2011 | 12:00

Evróputúrinn: Morrison í forystu á 2. degi Barclays í Singapore

Bretinn James Morrison er sem stendur í 1. sæti á Barclays í Singapore þegar mótið er hálfnað.  Hann er búinn að spila frábært golf og fylgdi eftir frábæru skori frá því í gær upp á 62 högg með öðru skori undir 70 í dag, þ.e. 68 höggum. Á hringnum fékk Morrison 6 fugla og 1 skolla á 13. braut. Samtals hefir Morrison því spilað á 130 höggum (62 68) þ.e. samtals -12 undir pari.

Spilað er á 2 völlum í Singapore: Tanjong og Serapong og spilaði Morrison á Serapong í dag, sem þykir erfiðari völlur. Hann hafði eftirfarandi að segja eftir hringinn: „Þessi golfvöllur er svo sannarlega erfiðari og það getur verið erfitt að koma af auðveldari velli yfir á erfiðan. Það eru nokkur mjög krefjandi teighögg þarna en þetta er fínn völlur.

„Ég spilaði ekki eins vel í dag og í gær en ég náð ágætishring og ég er nokkuð ánægður með það, sérstaklega að ná -4 undirpari á seinni 9 og klára sterkt.“

Í 2. sæti í mótinu, eins og staðan er nú, Edoardo Molinari aðeins höggi á eftir Morrison.  Þess ber þó að geta að mótinu var frestað þegar Edoardo var á 10. braut og á hann því 8 holur óspilaðar og því gæti staðan enn breyst.  Eins eina nokkrir aðrir kylfingar eftir að koma í hús.

Í 3. sæti er Juvic Pagusan frá Filipseyjum á samtals -10 undir pari, 132 höggum (66 66).

Til þess að sjá stöðuna á Barclays á 2. degi, smellið HÉR: