Evróputúrinn: Minea Blomqvist fékk glæsiomegaúr fyrir ás í Dubaí
Fyrrum W-7 módelið finnska Minea Blomqvist hlaut handgert OMEGA úr, úr hendi Henri Burrus, sem er svæðisstjóri sölumála í Dubaí, að viðstöddum Mohamed Juma Buamaim, varaformanns og framkvæmdastjóra golfs í Dubaí og Ivan Khodabakhsh, framkvæmdastjóra LET.
Minea fór holu í höggi á par-3 7. holuOmega Dubai Ladies Masters í Emirates golfklúbbnum í gær.
Hún notaði 7-járnið sitt við höggið góða á holunni sem er 147 yarda (134 metra), en hún er aðeins 2. LET-kylfingurinn sem tekst að fá holu í höggi á holuna.
Fyrsti LET-kylfingurinn til að fá ás á holunni var Tanía Elosegui frá Spáni, en Minea er síðan sú 6. í röðinni til að fá ás á holunni af öllum á Jajilis vellinum frá því að lokamót LET fór fram á vellinum.
Omega úrið er eitt sinnar tegundar en það er af gerðinni OMEGA Seamaster Aqua Terra 150M Master Co-Axial. Það er gert úr 18K Sedna gulli og ryðfríu stáli, með demanta í stað stafa og perlumóður skífu.
Blomqvist sem ekki komst í gegnum niðurskurð var frá sér numin að fá svona flotta jólagjöf.
„Ef satt skal segja sló ég ekki vel, þetta var útþynnt högg en sem betur fór, fór hann niður. Ég er virkilega glöð. Þetta var fyrsti ásinn minn í keppni, þó ég hafi áður fengið ás á æfingahring,“ sagði hin 31 ára Blomkvist himinlifandi en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2003.
„Golfið mitt var ekki gott í þessari viku en að vinna OMEGA úrið hefur verið hápunktur vikunnar og ársins, “ sagði Blomkvist sem var á samtals 10 yfir pari, eftir 2. umferðir.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
