Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 22. 2014 | 22:45

Evróputúrinn: Mikka Ilonen sigraði á Opna írska – Hápunktar 4. dags

Finnski kylfingurinn Mikka Ilonen sigraði á Opna írska í dag, sem fram hefir farið á Fota Island á Írlandi.

Sigurskor Ilonen var 13 undir pari, 271 högg (64 68 69 70).

Aðeins einu höggi á eftir var Edoardo Molinari frá Ítalíu á 12 undir pari, 272 höggum (67 69 69 67).

Þrír kylfingar deildu síðan 3. sætinu: Matthew Baldwin  og Danny Willett frá Englandi og Kristoffer Broberg; allir á samtals 11 undir pari, hver.

Til þess að sjá lokastöðuna á Opna írska SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Opna írska SMELLIÐ HÉR: