Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 27. 2020 | 17:00

Evróputúrinn: Migliozzi leiðir e. 1. dag í Óman

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Oman Open, sem fram fer í Al Mouj Golf, Muscat, Oman, dagana 27. febrúar- 1. mars 2020.

Sá sem leiðir eftir 1. dag er ítalski kylfingurinn Guido Migliozzi.

Migliozzi kom í hús á 6 undir pari, 66 höggum, sem var lægsta skor dagsins.

Danski kylfingurinn Rasmus Höjgaard, Brandon Stone frá S-Afríku og Tahee Lee frá S-Kóreu eru í 2. sæti á 67 höggum.

Sjá má stöðuna á Oman Open með því að SMELLA HÉR: