
Evróputúrinn: Michael Hoey stóð uppi sem sigurvegari í Skotlandi
Michael Hoey sigraði Alfred Dunhill Links Championship nú fyrir skemmstu. Hoey, sem byrjaði vikuna í 271. sæti á heimslistanum spilaði lokahringinn á 68 höggum og lauk keppni á -22 undir pari með samtals skor upp á 266 högg (66 66 66 68). Hann tók með sér verðlaunatékka upp á € 588.148 (97 milljónir íslenskra króna).
Rory McIlroy landi Hoey varð í 2. sæti 2 höggum á eftir frábæran lokahring upp á 65 högg og enn einn Norður-Írinn, Graeme McDowell deildi 3. sætinu með Skotanum George Murray.
„Ég er ekki enn búinn að ná þessu og mun ekki gera það um stund” viðurkenndi Hoey.
„Þetta (að sigra) hefir tekið langan tíma en ég geri ráð fyrir á minn furðulega hátt að mér finnist meira til um þetta þegar maður hefir 6 sinnum þurft að fara í gegnum Q-school. Það er ekki gaman að vera blankur, að heiman, með efasemdir um sveilfuna og það koma tímar þegar maður hugsar „Vil ég halda þessu áfram?”
Það var gott að Michael Hoey gafst ekki upp, a.m.k. er hann 100 milljón krónum ríkari eftir daginn í dag og búinn að tryggja sér kortið sitt á Evróputúrnum næsta keppnistímabil. Svo verður gaman að sjá hvað hann hækkar sig mikið á heimslistanum á morgun!
Til að sjá úrslitin á Alfred Dunhill mótinu smellið HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024