Ragnheiður Jónsdóttir | október. 3. 2011 | 10:00

Evróputúrinn: Michael Hoey hlakkar til að spila í Dubai – fer upp um 173 sæti á heimslistanum

Norður-Írinn Michael Hoey, sem sigraði svo glæsilega á Alfred Dunhill mótinu í Skotlandi nú um helgina vann sér ekki aðeins inn 100 milljón íslenskra króna heldur fær einnig undanþágu til þess að spila á lokamóti Evrópumótaraðarinnar, Dubai World Championship.

Við sigurinn fór Hoey nefnilega úr 83. sætinu á The Race to Dubai í 15. sætið.

Á Dubai World Championship er spilað um $ 7,5 milljóna bónuspott (u.þ.b. 840 milljónir íslenskra króna) og því eftirsóknarvert að fá keppnisrétt á mótinu.

„Það er ótrúlegt hvað það að sigra á stóru móti getur gert fyrir mann,” sagði Hoey.  „Að sigra á Dunhill Links mun opna margar dyr fyrir mig og ég fæ að taka þátt á gríðarstórum mótum eins og Dubai World Championship, sem er einn af stærstu kostunum við að sigra mótið. Ég er í sjöunda himni.”

„Að komast inn í Dubai World Championship var eitt af markmiðum mínum fyrir sigurinn á St. Andrews, en nú þarf ég ekki að hafa áhyggjur af því meir. Ég get ekki beðið eftir að komast til Dubai – það er frábært að ljúka árinu þannig,” sagði Michael Hoey.

Að lokum er vert að geta þess að með sigri sínum á Alfred Dunhill Links færðist Michael inn á topp-100 heimslistans, þ.e. fór úr 271. sætinu sem hann var í, í 98. sætið, sem er hreyfing upp á við um heil 173 sæti!

Heimild: europeantour