
Evróputúrinn: Meistarataktar McGowan í Madríd
Það er Ross McGowan sem leiðir eftir 1. hring á Bankia Madrid Masters, en mótið er hluti Evrópumótaraðarinnar.
Ross, 29 ára, vann fyrsta Evrópumótstitil sinn þegar þetta mót fór fram í Centro Nacional de Golf fyrir tveimur árum.
Viðvarandi úlnliðsmeiðsl urðu til þess að hann kom ekki til greina í Ryder Cup lið Colin Montgomeries og besti árangur hans í ár er 18. sætið á Africa Open í upphafi tímabils.
Nú er Ross í 161. sæti á The Race to Dubai og í mikilli hættu að missa kortið sitt á túrnum og e.t.v. hefir það haft sitt að segja að hann spilaði lægsta hring sinn á Evróputúrnum í 3 ár, kom inn í dag á -8 undir pari, 64 höggum.
Hann hefir 1 höggs forystu á Ástralann Brett Rumford, Ítalann Lorenzo Gagli og heimamanninn Gonzalo Fernandez-Castaño, sem heillaði heimamenn, þar til 3-pútta skolli kostaði hann hlutdeild í forystusætinu á 18. holu.
„Mér líkar við Madríd,“ sagði Ross McGowan. „Þetta var miklu betri hringur en mér hefir tekist að setja saman að undanförnu. Ég byrjaði vel, náði fugli á fyrstu tveimur og hélt bara áfram að reyna að slá góð högg – það var lykillinn. Ég hélt áfram að staðsetja mig rétt á flötunum og setja púttin niður. Þetta hefir verið erfitt ár með þó nokkrum meiðslum, en það hefir verið að lagast eftir því sem vikurnar liðu og í þessari viku virðist virkilega allt hafa komið saman.“
McGowan setti niður 3 fugla á fyrstu 4 holunum á El Encin Golf Hotel áður en hann fékk skolla á 6. holu. Síðan átti hann röð af 5 frábærum fuglum frá 9. holu, sem kom honum í forystu – hápunkturinn var líklegast 10 metra pútt á 12. braut og aðhögg á næstu braut sem lenti 2,5 metra frá holu.
Uppáhald heimamanna Alvaro Quiros var á -5 undir pari og nr. 1 í heiminum Luke Donald höggi á eftir honum.
„Mér finnst eins og ég hafi skilið nokkra (fugla) eftir þarna úti,“ sagði Luke Donald. „Þarna voru nokkur hugsunarlaus mistök en mikið af sólíd golf þess á milli.“
Sjá má stöðuna á Bankia Madrid Masters með því að smella HÉR:
Heimild: europeantour.com
- júní. 30. 2022 | 14:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Guðmundur Ágúst lék á +2 á Italian Challenge Open á 1. degi
- júní. 29. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Egill Ragnar Gunnarsson – 29. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Freyja Benediktsdóttir – 28. júní 2022
- júní. 28. 2022 | 12:00 GK: Þórdís Geirs fékk ás í Bergvíkinni!!!
- júní. 27. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: David Leadbetter – 27. júní 2022
- júní. 27. 2022 | 06:00 PGA: Schauffele sigurvegari Travelers
- júní. 26. 2022 | 23:30 Evróputúrinn: Haotong Li sigurvegari BMW International Open e. bráðabana v/Pieters
- júní. 26. 2022 | 23:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun sigraði!!!
- júní. 26. 2022 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Benedikt Árni Harðarsson – 26. júní 2022
- júní. 25. 2022 | 22:00 KPMG PGA Women’s Championship: In Gee Chun leiðir f. lokahringinn
- júní. 25. 2022 | 22:00 Evróputúrinn: Li Haotong leiðir f. lokahring BMW International
- júní. 25. 2022 | 21:00 Áskorendamótaröð Evrópu: Andri Þór og Guðmundur Ágúst náðu ekki niðurskurði á Blot Open de Bretagne
- júní. 25. 2022 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (26/2022)
- júní. 25. 2022 | 18:00 NGL: Aron Snær varð T-13 á UNICHEF meistaramótinu
- júní. 25. 2022 | 17:00 LET: Guðrún Brá og Ólafía Þórunn úr leik í Tékklandi