Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2011 | 09:15

Evróputúrinn: McIlroy,Quiros og Horsey leiða í Hong Kong eftir 1. dag

Það eru Rory McIlroy frá Norður-Írlandi, Spánverjinn Alvaro Quiros og Bretinn David Horsey, sem leiða eftir 1. dag UBS Hong Kong Open, sem fram fer í Fanling í Hong Kong, dagana 1. – 4. desember 2011. Allir komu þeir í hús á 64 höggum; Rory og David spiluðu skollafrítt fengu 6 fugla; Alvaro spilaði líka skollafrítt en fékk 4 fugla og 1 örn. Glæsilegir opnunarhringir hjá þessum 3 köppum!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á UBS Hong Kong Open, smellið HÉR: