Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 26. 2018 | 18:00

Evróputúrinn: McIlroy og Molinari í efsta sæti f. lokahringinn

Það eru þeir Rory McIlroy og Francesco Molinari, sem deila efsta sætinu á BMW PGA Championship fyrir lokahring mótsins.

Báðir hafa þeir spilað á samtals 13 undir pari, 203 höggum, hvor; McIlroy (67 65 71) og Molinari (70 67 66).

Þriðja sætinu deila þeir Sam Horsfield, Alex Norén, Ross Fisher og Branden Grace; allir 4 höggum á eftir forystumönnunum á samtals 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á BMW PGA Championship að öðru leyti SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW PGA Championship SMELLIÐ HÉR: