Evróputúrinn: Max Ting 4. yngstur til að spila í móti í sögu mótaraðarinnar
Það var fleira skrifað í sögubækur Evrópumótaraðarinnar á Hong Kong Open sl. helgi, en að sigurvegarinn Miguel Angel Jimenez væri elstur sigurvegara á mótaröðinni næstum 50 ára (stórafmæli hans er 5. janúar n.k.).
Í mótinu tók líka þátt 4. yngsti keppandi í sögu Evrópumótaraðarinnar, Max Ting,.
Hann var einn af fjölmörgum sem þátt tóku í sérstöku úrtökumóti í Hong Kong um eitt af 3 lausum sætum í mótið (styrktaraðilar og mótshaldarar fá ávallt nokkur sæti til ráðstöfunar og margir kylfingar sem sækja um í hvert sinn.)
Ting spilaði á 6 yfir pari, 146 höggum og komst í mótið – 13 ára og 288 daga ungur, sá 4. yngsti í sögu mótaraðarinnar til að taka þátt í móti mótaraðarinnar.
Yngri en Ting eru Ye Wocheng, sem var 12 ára og 242 daga þegar hann lék í China Open í ár (sá yngsti) og Guan Tianlang var 13 ára og 173 daga þegar hann lék í China Open árið 2012.
Enn einn er yngri en Ting sá 3. yngsti en það er Lo Shik-kai, sem var 13 ára og 280 daga þegar hann lék í Hong Kong Open, 2003.
Í 4. sæti yfir yngstu þátttakendur í móti Evrópumótaraðarinnar fram að þessu var Pedro Figueiredo, sem var 13 ára og 291 daga, þegar hann tók þátt í Portugal Caixa Geral de Despositos í Quinta de Marinha í Portúgal, árið 2005. Ting bætti met Figueiredo um 3 daga.
Markmið Ting var að komast í gegnum niðurskurð en því miður voru skor mjög lág í Hong Kong Open og Ting náði ekki markmiði sínu að þessu sinni. Eftir að ljóst var að Ting næði ekki niðurskurði tók hann því vel og sagði hann: „Ég var svo stressaður, en þetta var samt gaman.“
Það sem er merkilegt er að í 4 efstu sætum yfir yngstu keppendur í móti Evrópumótaraðarinnar eru nú 4 kínverskir strákar og því ljóst að Kínverjar eiga eftir að mæta sterkir í alþjóðleg golfmót framtíðarinnar!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
