Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 21. 2013 | 18:30

Evróputúrinn: Matthew Nixon leiðir á SA Open eftir 1. dag

Í dag hófst í Ekurhuleni, í Gauteng, Suður-Afríku, elsta golfmót landsins þ.e. SA Open.

Leikið er á golfvelli Glendower golfklúbbsins.

Eftir 1. dag leiðir Englendingurinn Matthew Nixon á 8 undir pari, 64 höggum. Sjá má kynningu Golf 1 á Nixon með því að SMELLA HÉR: 

Í 2. sæti eru heimamaðurinn Jbe Kruger og Ítalinn Marco Crespi; báðir á 7 undir pari, 65 höggum.

Það er Henrik Stenson, sem á tiitl að verja en hann sagði sig úr mótinu vegna meiðsla í úlnlið.

Sjá má heildarstöðuna eftir 1. dag á SA Open með því að SMELLA HÉR: