Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 7. 2015 | 04:00

Evróputúrinn: Matt Ford efstur í hálfleik Africa Open – Hápunktar 2. dags

Það er Englendingurinn Matt Ford sem leiðir í hálfleik Africa Open.

Ford er búinn að spila East London völlinn á Eastern Cape, S-Afríku á samtals 11 undir pari, 133 höggum (67 66).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir er Spánverjinn Edoardo De La Riva (68 66).

Í 3. sæti eru 3 kylfingar: Frakkinn Grégory Bourdy og heimamennirnir Jaco Van Zyl og Erik Van Rooyen.

Til þess að sjá stöðuna efitr 2. dag á Africa Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Africa Open SMELLIÐ HÉR: