Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 10. 2011 | 10:30

Evróputúrinn: Martin Kaymer jafnaði vallarmet í Dubai – Var á 64 höggum í dag!

Nú stendur yfir á Earth golfvellinum í Jumeirah Estates í Dubai 3. hringur á Dubai World Championship. Þjóðverjinn Martin Kaymer, sem er nr. 4 á heimslistanum var að koma í hús á ansi hreint frábæru skori. Hann tók sig til og jafnaði vallarmetið á Earth golfvellinum, spilaði á 64 höggum, líkt og Alvaro Quiros, sem jafnaði vallarmetið í gær. Quiros er enn með forystu í mótinu, en hefir ekki lokið leik.

Martin fékk 2 fugla á fyrri 9 og 4 fugla á seinni og lauk hringnum með glæsilegum erni á 18. braut. Glæsilegur skollafrír hringur!

Fyrir mótið sagði Kaymer í viðtali að hann ætti alveg roð í Rory (McIlroy) og hann virðist ætla að standa við það. Sjá viðtalið við Kaymer með því að smella HÉR: 

Til þess að fylgjast með stöðuna á Dubai World Championship á 3. degi smellið HÉR: