Evróputúrinn: Martin Kaymer efstur í Abu Dhabi e. 1.dag – Rickie og Rory ánægðir með 67! – Hápunktar 1. dags
Þýski kylfingurinn, Martin Kaymer, sem sigrað hefir á Abu Dhabi HSBC Championships 3 sinnum, sýndi enn og aftur að hann virðist hafa einhver undratök á golfvellinum, en hann er efstur eftir 1. dag mótsins.
Hann lék golfvöll Abu Dhabi golfklúbbsins á glæsilegum 8 undir pari, 64 höggum.
Kaymer fékk hvorki fleiri né færri en 10 fugla og 2 skolla. Ótrúlegt skor í Abu Dhabi, en Kaymer virðist kunna vel við sig þar!
Í 2. sæti er belgíski kylfingurinn Thomas Pieters á 7 undir pari, 65 höggum og í 3. sæti eru 5 kylfingar: Branden Grace frá S-Afríku, Englendingurinn Tyrrell Hatton, Frakkarnir Alexander Levy og Grégory Bourdy og Finninn Mikko Ilonen, allir á 6 undir pari, 66 höggum.
Annar hópur 6 kylfinga deila 8. sætinu en þeir léku allir á 5 undir pari, 67 höggum. Þeirra á meðal eru Rory McIlroy og Riekie Fowler og eru þeir því meðal efstu 13 manna eftir 1. dag af 126 sem hófu keppni.
Sjá má myndskeið með viðtölum við Rory McIlroy og Riekie Fowler, sem ánægðir eru með skor dagsins með því að SMELLA HÉR:
Nr. 6 á heimslistanum Justin Rose átti afleita byrjun en hann deilir 87. sæti eftir að hafa leikið á 1 yfir pari, 73 höggum.
Til þess að sjá stöðuna á Abu Dhabi HSBC Golf Championship með því að SMELLA HÉR:
Til þess að sjá hápunkta 1. dags á Abu Dhabi HSBC Golf Championship SMELLIÐ HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
