Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 27. 2014 | 22:22

Evróputúrinn: Kaymer úr leik í Köln

Heimamaðurinn, meistari Opna bandaríska 2014, Martin Kaymer komst ekki í gegnum niðurskurð á BMW International Open, sem fram fer í Golf Club Gut Lärchenhof, í Köln, Þýskalandi.

Hann lék á samtals sléttu pari, 144 höggum (71 73).  Skor voru ótrúlega lág og niðurskurður miðaður við 4 undir pari eftir 2 daga.

Fjórir leiða í hálfleik mótsins en það eru forystumenn 1. dags Rafa Cabrera-Bello frá Kanarí eyjum, enski kylfingurinn Danny Willet, argentínski kylfingurinn Emilano Grillo og spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal.   Allir eru þeir búnir að spila á 12 undir pari, 132 höggum.

Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open eftir 2. dag SMELLIÐ HÉR

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: