Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 2. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Marcel Siem sigurvegari BMW Masters e. 3. manna bráðabana

Þýski kylfingurinn Marcel Siem sigraði á BMW Masters mótinu í Lake Malaren Golf Club í Shanghai, Kína nú fyrr í morgun.

Eftir hefðbundinn 72 holu leik voru 3 kyflingar efstir og jafnir þeir Marcel Siem og Ross Fisher og Alexander Levy.

Allir voru þeir samtals búnir að spila á 16 undir pari, 272 höggum; Siem (68 66 65 73); Fisher (70 67 68 67) og Levy (65 66 63 78), en sá síðastgreindi fór hræðilega að ráðum sínum á síðasta hring, lék á 6 yfir pari, 78 höggum eftir að hafa alla dagana þrjá þar á undan átt glæsihringi undir 70.  Má segja að hann hafi tapað sigrinum á síðasta hring en 15 högga sveifla var á 3. og 4. hring hans.  Skýringarnar: Þreyta, stress, átti hann ekki meira eftir?

Hitt er víst að bráðabani fór fram milli Siem, Fisher og Levy og þar sigraði Siem á 1. holu með fugli meðan hinir fengu par!

Til þess að sjá lokastöðuna á BMW Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá sigurchip Siem á BMW Masters SMELLIÐ HÉR: