Evróputúrinn: Mangar hlaupa yfir flöt á 1. degi Nedbank Golf Challenge
Hópur manga hljóp yfir flöt í dag á Nedbank Golf Challenge á keppnisvelli Gary Player CC, í Sun City S-Afríku.
Talið er að mangarnir hafi komið frá Pilanesberg Game Reserve, sem er þarna við hliðina á golfvellinum.
Mangarnir virtu ekki viðlits tvo bolta sem voru á flöt …. þannig að leikur gat haldið áfram.
Sjá má mangana hlaupa yfir flöt á 1. degi Nedbank Golf Challenge með því að SMELLA HÉR:
Svipað atvik átti sér stað í París fyrr á árinu þegar stöðva þurfti leik á Euro 2016 final vegna mölflugnasvarms sem flaug yfir keppnisvöllinn og höfuðborg Frakklands.
Ef leitað er uppi orðið „mangar“ á Wikipedia þá eru eftirfarandi útskýringar gefnar á þessu skrýtna dýri:
„Mangar eða mongús (fræðiheiti: Herpestidae) eru ætt lítilla rándýra sem lifa á flestum stöðum í Afríku, Asíu og við Karabíska hafið. Ættin telur um þrjátíu tegundir sem verða frá 30 að 120 sm að lengd. Mangar lifa aðallega á skordýrum, ánamöðkum, eðlum, slöngum og nagdýrum en þeir leggjast líka á egg og hræ. Sumar tegundir eru þekktar fyrir hæfileika sinn til að drepa eitraðar slöngur eins og gleraugnaslöngu. Á 19. öld voru mangar fluttir til Vestur-Indía og Hawaii til að hafa stjórn á meindýrum eins og rottum og snákum en reyndust brátt gera meiri skaða á dýra- og fuglalífi en meindýrin höfðu áður gert. Flutningur manga til landa eins og Bandaríkjanna og Ástralíu er stranglega bannaður af þessum sökum, en þeir eru sums staðar vinsæl gæludýr og hægt að temja þá upp að vissu marki.
Í Dýrheimum (The Jungle Book) eftir Rudyard Kipling, sem Gísli Guðmundsson þýddi á íslensku, kemur fyrir mangi að nafni Rikki-tikki-tavi. Gísli nefnir í þýðingu sinni tegundina húsmörð (nf. húsmörður).„
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
