Ragnheiður Jónsdóttir | október. 20. 2011 | 11:15

Evróputúrinn: Manassero hóf titilvörnina með stæl

Í dag hófst á Evróputúrnum Castelló Masters mótið en það fer fram í Club de Campo del Mediterráneo í Castelleón á í Valencia á Spáni dagana 20.-23. október.

Matteo Manassero hóf titilvörnina með látum fékk 4 fugla í röð á fyrstu 4 holunum (fór út á 10.) en er þegar þetta er ritað (kl. 11) í 8. sæti.

Forystunni deila sem stendur Suður-Afríkumaðurinn George Coetzee  og Fabrizio Zanotti frá Paraguay, eru báðir á -5 undir pari. Þetta getur þó enn breyst eftir því sem líður á daginn.

Til þess að fylgjast með gangi mála á Castelló Masters smellið HÉR: