Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2013 | 10:50

Evróputúrinn: Madsen og Schwartzel deila efsta sætinu á Alfred Dunhill í hálfleik

Það eru Daninn Morten Örum Madsen og heimamaðurinn Charl Schwartzel sem deila 1. sætinu þegar Alfred Dunhill mótið á Leopard Creek golfvellinum í Suður-Afríku er hálfnað.

Báðir léku þeir á 8 undir pari, 136 höggum; Madsen (65 71) og Schwartzel (68 68).

John Daly var því miður á 3 yfir pari og náði ekki niðurskurði.

Þriðji hringur er þegar hafinn og má fylgjast með honum hér á Golf 1.

Til þess að fylgjast með skorinu á Alfred Dunhill Championship SMELLIÐ HÉR: