Evróputúrinn: Madeira Open stytt í 54 holu mót – 1. hringur aflýstur vegna vinda
Madeira Open var í dag stytt í 54 holu mót vegna mikils hvassviðris.
Fyrsti hringur var felldur niður, jafnvel þó mótið hefði verið haldið síðar á árinu, nú í ár en í fyrra.
Á síðasta ári var mótið stytt í 36 holu mót af sömu ástæðu.
Framkvæmdastjóri mótsins Jose Maria Zamora sagði m.a.: „Við höfum ekki hafið 1. hring vegna sterkra vindhviða, sem hafa verið í allan dag. Í hvert sinn sem við sendum dómara til að athuga aðstæður voru boltar að hreyfast á flötum. Leikmenn hafa verið að bíða í allan dag og nú upp í 8 tíma, þannig að besta ákvörðunin er að senda þá tilbaka og fá þá til að byrja ferska á morgun.“
„Þeir sem voru hér á mánudag sáu að það var algerlega æðislegt, 25 gráðu hiti og ekki andvari, þannig að við erum aðeins mjög, mjög óheppin nú.“
„Það er mjög erfitt fyrir keppendur að halda einbeitingu og hvatningu og fyrir marga kylfinga er þetta mót það stærsta á öllu keppnistímabilinu. Þeir hafa verið mjög þolinmóðir og hafa ekki æst sig þannig að við viljum þakka þeim fyrir.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
