Adam Gee
Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 6. 2014 | 10:00

Evróputúrinn: Lundberg og Gee efstir e. 1. dag á Lyoness Open

Í gær hófst Lyoness Open powered by Greenfinity mótið í Diamond golfklúbbnum í Atzenbrügg, Austurríki.

Mótið stendur 5.-8. júní 2014.

Eftir 1. dag eru Svíinn Mikael Lundberg og Englendingurinn Adam Gee efstir en báðir eru spiluðu þeir 1. hring á 5 undir pari, 67 höggum.  Sjá má kynningu Golf 1 á Adam Gee með því að SMELLA HÉR: 

Miguel Angel Jimenez deilir 14. sæti eftir 1. dag, 3 höggum á eftir forystumönnunum, en hann lék á 2 undir pari, 70 höggum.

Flest stóru nöfnin vantar annars í mótið þar sem flestir eru í Bandaríkjunum að undirbúa sig undir Opna bandaríska, sem hefst á Pinehurst no. 2 i Charlotte, Norður-Karólínu í næstu viku.

Annar hringurinn er þegar byrjaður og fylgjast má með gengi keppenda á Lyoness Open með því að SMELLA HÉR: