Ragnheiður Jónsdóttir | september. 21. 2017 | 18:45

Evróputúrinn: Luiten og Coetzee efstir í Portúgal – Hápunktar 1. dags

Það eru Hollendingurinn Joost Luiten og George Coetzee frá S-Afríku, sem eru efstir og jafnir eftir 1. dag á Portugal Masters.

Báðir léku þeir 1. hring á 64 höggum.

Luiten sagði m.a. eftir hringinn: „Ég er mjög ánægður, sjö undir – engir skollar – sjö fuglar – það er það sem maður vill á hverjum degi.

Coetzee sagði eftir 1. hring: „Ég las grein í gær um það að spila á 59 höggum og eftir 8 holur hugsaði ég „OK ef ég fæ fugl á næstu og næstu og næstu ….“ en ég held að ég hafi skotið mig sjálfan í fótinn svolítið í dag.“

Svo bætti Coetzee við: „Ég hef alltaf spilað vel á þessum velli og alltaf náð að spila vel hér og enda vel og mér líkar við golfvöllinn; hann hefir fallið vel að leikstíl mínum og sem betur fer gerði hann það aftur í dag.“

Sjá má hápunkta 1. dags á Portúgal Masters með því að SMELLA HÉR:

Sjá má stöðuna á Portugal Masters eftir 1. dag með því að SMELLA HÉR: