Ragnheiður Jónsdóttir | september. 20. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Lowry leiðir – Hápunktar 2. dags Wales Open

Mót vikunnar á Evrópumótaröðinni er Celtic Manor ISPS Handa Wales Open sem fram fer í the City of Newport, Wales.

Nú þegar mótið er hálfnað er það Shane Lowry, sem er í forystu en hann er búinn að spila á 9 undir pari, 133 höggum (68 65).

Í 2. sæti aðeins 1 höggi á eftir Lowry eru Hollendingurinn Joost Luiten og Nicholas Colsaerts frá Belgíu á 8 undir pari, 134 höggum, hvor.

Hægt er að fylgjast með gangi mála á ISPS Handa Wales Open, en 3. hringurinn er þegar hafinn, með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Wales Open SMELLIÐ HÉR: