Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 16. 2019 | 11:00

Evróputúrinn: Ljóst hvaða 24 fara í holukeppnishlutann

Nú er ljóst hvaða 24 kylfingar komust í holukeppnishluta á móti vikunnar á Evróputúrnum, ISPS Handa World Super 6 Perth, eftir að 3 hringir höfðu verið spilaðir með höggleiksfyrirkomulagi.

Í efsta sæti varð Svíinn Per Längfors á samtals 10 undir pari og 2. sætinu deildu þeir Kristoffer Reitan frá Noregi, heimamaðurinn Brad Kennedy og Írinn Paul Dunne, allir höggi á eftir.

Sjá má nýlega kynningu Golf 1 á Per Längfors, sigurvegara höggleikshluta iSPS Handa World Super 6 Perth með því að SMELLA HÉR:

Fimmta sætinu á samtals 8 undir pari deildu Japaninn Yuta Ikeda, Thomas Pieters frá Belgíu og heimamennirnir Gareth Paddison og Ryan Fox. Sjá má hverjir aðrir 16 komust í úrslit með því að smella á stöðuna hér að neðan.

Nú tekur við holukeppnishluti og í lokin stendur uppi einn sigurvegari.

Til þess að sjá stöðuna á ISPS Handa World Super 6 Perth SMELLIÐ HÉR: