Ragnheiður Jónsdóttir | september. 7. 2014 | 22:45

Evróputúrinn: Lipsky með fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni! – Hápunktar 4. dags Omega Masters

Bandaríkjamaðurinn David Lipsky vann í dag fyrsta titil sinn á Evrópumótaröðinni, og það á Omega Masters í Crans-sur-Sierre í Sviss.

Lipsky sigraði eftir stuttan bráðabana við Graeme Strom, sem getur þó alls ekki verið tapsár eftir að hafa unnið sér inn glæsilega BMW bifreið fyrir ás í gær.

Lipsky og Strom spiluðu báðir á 18 undir pari 262 höggum; David Lipsky (67 64 66 65) og Graeme Strom (64 66 64 68).

Þriðja sætinu deildu Tyrell Hutton og enn annar Bandaríkjamaður, sem varð í einu efstu sæta á mótinu Brooks Koepka, báðir aðeins 1 höggi á eftir sigurvegurunum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Omega Masters SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 4. dags Omega Masters SMELLIÐ HÉR: