Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 2. 2016 | 06:15

Evróputúrinn: Li Haotong m/sögulegan sigur

Kínverski kylfingurinn Li Haotong sigraði á Volvo China Open, sem er samtarfsverkefni Evrópumótaraðarinnar og Asíutúrsins, við gríðarlegan fagnað heimamanna í Peking í gær.

Með sigrinum varð Kína fyrsta þjóðin til að sigra Volvo China Open mótið tvö ár í röð.

Þetta er 1. sigur hins 20 ára Haotong á Evrópumótaröðinni, og er hann næstyngsti Asíubúinn til að sigra á Evrópumótaröðinni.

Haotong lék á samtals 22 undir pari, 266 höggum  (69 67 66 64). .Sigurtékki Haotong var upp á € 450,176, sem er langhæsta verðlaunafé hans til þessa.

Í 2. sæti 3 höggum á eftir Haotong varð Felipe Aguilar frá Chile, á samtals 19 undir pari.

Til þess að sjá hápunkta 4. dags á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá lokastöðuna á Volvo China Open SMELLIÐ HÉR: