Ragnheiður Jónsdóttir | október. 11. 2014 | 08:00

Evróputúrinn: Levy leiðir í hálfleik Portugal Masters – Hápunktar 2. dags

Frakkinn Alexander Levy hélt áfram þar sem frá var horfið,  síðdegis í gær, sem  markað var af töfum vegna mikilla rigninga á Portugal Masters.

En rigningin aftraði ekki Levy, sem einungis hefir unnið 1 sinni á Evróputúrnum þ.e. á Volvo China Open. Levy fékkk 10 fugla á lýtalausum hring upp á 10 undir pari í  Oceånico Victoria Golf Club.

Levy kom í hús á glæsilegu 61 höggi!!!   Samtals er Levy búinn að spila á 18 undir pari, 124 höggum (63 61) og á 3 högga forskot á þann sem var á langlægsta skorinu í gær Belgann Nicolas Colsaerts og situr í 2. sæti sem stendur á samtals 15 undir pari.

Langt frá því öllum tókst að ljúka hringjum sínum, en reynt verður að ljúka 2. umferð fyrst í dag.

Sjá má stöðuna á Portugal Masters eftir 2. dag með því að SMELLA HÉR:

Til þess að sjá hápunkta 2. dags SMELLIÐ HÉR: