Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 1. 2014 | 07:45

Evróputúrinn: Levy efstur í Kína – Hápunktar 3. dags

Það er Frakkinn Alexander Levy, sem er efstur eftir 3. dag BMW Masters á Lake Malaren í Shanghaí, Kína.

Levy sem á 2 holur óspilaðar þegar þetta er ritað er kominn í samtals 22 undir pari og á 4 högg á þann sem næstur er Wales-verjann, Jamie Donaldson, sem lék á samtals 18 undi pari, 198 höggum (68 68 62) og átti glæsihring upp á 10 undir pari, 62 högg í dag; á hring þar sem hann 1 örn og 8 fugla.

Í 3. sætinu sem stendur er þýski kylfingurinn Marcel Siem og Justin Rose  er í 4. sæti.

Til þess að sjá stöðuna fyrir lokahring BMW Masters SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags BMW Masters SMELLIÐ HÉR: (Verður sett inn um leið og myndskeiðið er til!)