Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2016 | 08:30

Evróputúrinn: Lee Westwood efstur e. 1. dag í Dubaí

Lee Westwood (Westy), sem ekki komst í lið Englendinga í heimsbikarnum er efstur á lokamóti Evrópumótaraðarinnar í Dubaí eftir 1. dag.

Westwood lék 1. hring á glæsilegum 6 undir pari, 66 höggum.

í 2. sæti á hæla Westy eftir 1. dag eru Nicolas Colsaerts og Julien Quesne, báðir á 5 undir pari, 67 höggum.

Annar hringur er þegar hafinn og má sjá stöðuna á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má hápunkta 1. dags á DP World Tour Championship með því að SMELLA HÉR: