Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 7. 2014 | 21:00

Evróputúrinn: Lee og Molinari leiða í hálfleik á Joburg Open

Það eru Edoardo Molinari og Craig Lee sem leiða á  Joburg Open, sem fram fer í Royal Johannesburg & Kennsington golfklúbbnum í Jóhannesarborg í Suður-Afríku, þegar mótið er hálfnað.

Báðir eru þeir búnir að spila á samtals 11 undir pari, 132 höggum; Molinari (64 68) og Lee (65 67).

Englendingurinn David Horsey og heimamaðurinn George Coetzee deila 3. sætinu einu höggi á eftir forystumönnunum.

Sex kylfingar deila 5. sætinu þ.á.m. Finninn Roope Kakko og Skotinn Alastair Forsyth.

Meðal þeirra sem ekki náðu niðurskurði að þessu sinni voru Robert Rock og Richard Sterne.

Til að sjá stöðuna eftir 2. dag á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Joburg Open SMELLIÐ HÉR: