Ragnheiður Jónsdóttir | apríl. 23. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Lee enn í forystu – Hápkt. 3. dags

Soomin Lee,  heldur forystu sem hann er búinn að hafa allt mótið eftir 3. dag Shenzhen Open í Kína.

Lee lauk ekki einu sinni við hring sinn en mótinu varð enn einu sinni að fresta, nú vegna slæmra birtuskilyrða.

Reynt verður að klára mótið á morgun þrátt fyrir ýmsar tafir á öllum hringjum.

Lee er eins og segir efstur búinn að spila á samtals 14 undir pari, en á eftir að klára leik á 7 holum, þar sem hann getur ýmsist glutrað öllu niður eða aukið enn forystu sína.

Í 2. sæti er Englendingurinn Callum Shinkwin  á 12 undir pari, en hann hefir lokið leik (71 71 62) – átti glæsihring í dag upp á 62 meistarahögg!!!

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Shenzhen Open SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna á Shenzhen Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: