Ragnheiður Jónsdóttir | febrúar. 10. 2019 | 19:00

Evróputúrinn: Law sigraði á ISPS Handa Vic Open

Það var skoski kylfingurinn David Law, sem sigraði á karlamóti ISPS Handa Vic Open, sem fram fór í 13th Beach Club, í Geelong Viktoríu ríki, Ástralíu, dagana  7.-10. febrúar 2019.

Sigurskor Law var 18 undir pari, 270 högg (67 66 71 66).

Þetta er fyrsti sigur Law á Evróputúrnum.

Í 2. sæti urðu heimamennirnir Brad Kennedy og Wade Ormsby, aðeins 1 höggi á eftir á samtals 17 undir pari, 271 höggi; Kennedy (67 65 72 67) og Ormsby (65 66 70 70).

Til þess að sjá lokastöðuna á ISPS Handa Vic Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá hápunkta lokarhings ISPS Handa Vic Open SMELLIÐ HÉR: