Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 14. 2022 | 09:45

Evróputúrinn: Larrazábal sigraði á MyGolfLifeOpen mótinu

Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazábal, sem sigraði á MyGolfLifeOpen mótinu.

Mótið fór fram í Peacanwood G&CC í Hartbeespoort, í S-Afríku, 10.-13. mars 2022.

Larrazabal var jafn landa sínum Adri Arnaus og Englendingnum Jordan Smith og varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja, þar sem Larrazabal stóð uppi sem sigurvegari.

Allir voru þeir á samtals 22 undir pari, eftir hefðbundnar 72 holur; Adri datt út á 1. holu bráðabanans og Larrazábal hafði betur gegn Smith þegar á 2. holu bráðabanans.

Þetta er 6. sigur Larrazábal á Evróputúrnum og fyrsti sigur hans frá árinu 2019.

Í 4. sæti varð heimamaðurinn George Coetzee og í því 5. annar heimamaður, Richard Sterne.

Sjá má lokastöðuna á MyGolfLifeOpen með því að SMELLA HÉR: 

Í aðalmyndaglugga: Jordan (t.v) tekur í höndina á sigurvegaranum Pablo Larrazábal (t.h.)