Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 30. 2023 | 18:00

Evróputúrinn: Larrazabal sigraði á KLM Open

Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal, sem sigraði á KLM Open, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fór fram dagana 25.-28. maí í Bernadus Golf, í Cromvoirt, Hollandi.

Sigurskor Larrazabal var 13 undir pari, 275 högg (66 73 67 69).

Hann átti 2 högg á landa sinn, Adrian Otagui, sem varð í 2. sæti.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson var meðal keppenda, en komst því miður ekki gegnum niðurskurð; lék á samtals 6 yfir pari (71 79) og munaði töluverðu að hann kæmist gegnum niðurskurð eða 5 höggum; en niðurskurður miðaðist við samtals 1 yfir pari eða betra eftir 2 spilaða hringi.

Sjá má lokastöðuna á KLM Open með því að SMELLA HÉR: