Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 1. 2019 | 20:00

Evróputúrinn: Larrazabal sigraði á Alfred Dunhill

Það var spænski kylfingurinn Pablo Larrazabal sem sigraði á Alfred Dunhill Links mótinu, móti vikunnar á Evróputúrnum.

Mótið fór fram 28. nóvember – 1. desember 2019 á Leopard Creek vellinum í S-Afríku og lauk í dag.

Sigurskorið var 8 undir pari, 280 högg (66 69 70 75).

Larrazabal átti afar slakan lokahring og í lokinn aðeins 1 högg á þann sem varð í 2. sæti, Svíann Joel Sjöholm, sem var á 7 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á Alfred Dunhill Links með því að SMELLA HÉR: