Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 28. 2014 | 22:00

Evróputúrinn: Larrazabal leiðir á BMW Int. Open – Hápunktar 3. dags

Spænski kylfingurinn, Pablo Larrazabal er búinn að tylla sér í efsta sætið eftir 3. dag BMW International Open sem fram fer  í Golf Club Gut Lärchenhof, í Köln, Þýskalandi.

Larrazabal er samtals búinn að spila á 17 undir pari, 199 höggum  (69 63 67).

Larrazabal hefir verið nokkuð í golffréttum í ár, en þá aðallega vegna slysfara en hann var m.a. fyrir því óláni að geitungasvarmur réðist á hann í móti fyrr á árinu í Malasíu – Sjá frétt Golf 1 um það með því að SMELLA HÉR: 

Sjá einnig nýlega frétt um Larrazabal með því að SMELLA HÉR: 

Þremur höggum á eftir eru hvorki fleiri né færri en 8 kylfingar, m.a. Francesco Molinari, Thomas Björn, Robert Karlson og Henrik Stenson.

Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: