Pablo Larrazábal
Ragnheiður Jónsdóttir | mars. 24. 2022 | 23:00

Evróputúrinn: Larrazábal efstur á Qatar Masters e. 1. dag

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Commercial Bank Qatar Masters, sem fram fer Doha, Qatar dagana 24.-27. mars 2022.

Eftir 1. dag er Spánverjinn Pablo Larrazábal efstur.

Hann kom í hús á 8 undir pari, 64 höggum.

Í  2. sæti, 2 höggum á eftir er hópur 4 kylfinga, sem allir hafa spilað á 6 undir pari, 66 höggum: Romain Langasque frá Frakklandi; Adrian Meronk frá Póllandi; Indverjinn Shubhankar Sharma og Daninn Marcus Helligkilde.

Sjá má stöðuna á Qatar Masters með því að SMELLA HÉR: