Ragnheiður Jónsdóttir | maí. 6. 2016 | 18:00

Evróputúrinn: Laporta leiðir í hálfleik

Það er ítalski kylfingurinn Francesco Laporta sem leiðir eftir 2 hringi á Trophée Hassan II í Marokkó.

Hann er búinn að spila á samtals 6 undir pari (68 70).

Þrír deila 2. sætinu aðeins 1 höggi á eftir, á samtals  5 undir pari,: Borja Virto Astudillo,  Jason Scirvener og  Jeunghun Wang.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá stöðuna í hálfleik á Trophée Hassan II SMELLIÐ HÉR: