Ragnheiður Jónsdóttir | júní. 24. 2017 | 01:00

Evróputúrinn: Lagergren og Stalter efstir e. 2. dag BMW International Open

Það eru þeir Joakim Lagergren frá Svíþjóð og franski kylfingurinn Joël Stalter sem leiða á BMW International Open.

Báðir hafa þeir spilað á 9 undir pari, 135 höggum; Lagergren (69 66) og Stalter (67 68).

Þriðja sætinu (allir á samtals 8 undir pari) deilir hópur 5 kylfinga: þeir Sergio Garcia, Henrik Stenson, Thomas Detry, Richard Bland og Rikard Karlberg.

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á BMW International Open SMELLIÐ HÉR:

Til þess að sjá stöðuna á BMW International Open SMELLIÐ HÉR: