Evróputúrinn: Kylfusveinn Alastair Forsyth – Iain McGregor dó úr hjartaáfalli á Madeira
Iain McGregor kylfusveinn Alastair Forsyth lést úr hjartaáfalli á 9. flöt Santo da Serra golfvellinum á Madeira á lokahring Madeira Islands Open.
McGregor var 53 ára.
Í yfirlýsingu sem Evrópumótaröðin sendi frá sér var staðfest að Iain McGregor sem var frá Zimbabwe hefði látist þrátt fyrir ítrustu tilraunir bráðaliða til endurlífgunar.
Í yfirlýsingunni sagði: „Allir á Evrópumótaröðinni senda sínar dýpstu samúðarkveðjur til vina og fjölskyldu Iain á þessum tíma. Eftir að hafa ráðfært okkur við leikmenn og kylfusveina hefir sú ákvörðun verið tekin að halda leik áfram og klára mótið.“
Ekki voru allir sáttir við að haldið var áfram með mótið og töldu að í ljósi aðstæðna hefði átt að hætta við mótið. Forsyth sagði þó í viðtali að hann vissi að „Mac“ (Iain McGregor) myndi hafa viljað að mótið yrði klárað.
Gary Player var meðal þeirra fyrstu sem tvítaði samúðarkveðjur: „Hvíldu í friði Stóri Mac. Þín verður saknað. Samúðarkveðjur.“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


