Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 3. 2015 | 12:00

Evróputúrinn: Kylfingar í kínverskri markaðssetningar uppákomu

Mót vikunnar á Evróputúrnum er WGC-HSBC Champions, sem er 2. mótið í 4 móta lokahringu þ.e. „Final Series“ Evrópumótaraðarinnar.

Sænski kylfingurinn Henrik Stenson, Bubba Watson, sem á titil að verja og landsmenn hans Rickie Fowler og Jordan Spieth tóku þátt í markaðssetningarátaki til að auglýsa mótið.

Mótið fer nú í 7. sinn í röð fram á Sheshan International Golf Club í Shanghai, Kína.

Uppákoman var trommuatriði þar sem kylfingarnir börðu kínverska bumbur.

Kylfingar taka oft þátt í svona uppákomum til þess að auglýsa milljónastórmótin sem þeir taka þátt í. Skemmst er að minnast einnar slíkrar myndar sem vakti mikla kátínu af Rory og Tiger í einni slíkri uppákomu í Abu Dhabi, sem sjá má hér að neðan:

Neyðarleg mynd af Tiger og Rory?

Stenson viðurkenndi: „Á skalanum 0-10 þá hugsa ég að ég gefi mér 2. Ég held að kínversku náungarnir seu aðeins betri en við allir (fjórir). En þetta var gaman og það er gott að vera aftur kominn til Shanghai.“

(Innskot: Hvuslags?  Stenson tekur sig bara vel út við trommurnar (he he he, ef maður þarf ekki að hlusta á hann! 🙂

Henrik Stenson í Kina

Henrik Stenson í Kina

Nr. 2 á heimslistanum Jordan Spieth sagði eftirfarandi við sama tækifæri: „Það var svalt að upplifa svolítið af kínverski menningu hér á þessum fallega stað.  Það var virkileg þörf á að bæta drumbusláttinn – ég held að við ættum allir að halda okkur við það sem við gerum venjulega (þ.e. að spila golf!!!).

Vonandi stend ég mig betur á golfvellinum í þessari viku.  Það er frábært að ferðast um heiminn þveran og endilangan til að spila í móti af þessari stærð. Þetta er stórt hérna og við nálgumst þetta eins og risamót, vegna þess að heimsmótin eru litlu síðri.“